Auglýsing

„Hvers vegna eru Íslendingar svona kaldranalegir og dónalegir?“ – Aðsendur pistill

Við fáum oft senda áhugaverða og skemmtilega pistla á netfangið menn@menn.is og barst þessi frá tvítugum manni sem biður um að koma aðeins fram undir nafninu Palli.

„Góðan daginn. Ég er nýkominn úr heimsreisu þar sem ég ferðaðist bæði um Evrópu og Asíu. Þegar maður kemur heim úr svona langri ferð tekur maður betur eftir því hvað er ólíkt með íslendingum og öðrum þjóðum.

Allstaðar þar sem ég ferðaðist eignaðist ég vini sem éger ennþá í samskiptum við í gegnum facebook og email. Marga langar að koma til Íslands einn daginn og þá hyggst ég sýna þeim sömu vinsemd og þau sýndu mér þegar ég var úti.

Það sem ég tólk best eftir þegar ég kom heim er hvað allir eru kaldranalegir og ókurteisir við ókunnuga hér á landi. Fólk horfir ekki á hvort annað á kassanum í Bónus og þegar þú kemur að strætóskýli þar sem setja fimm manns og býður góðan daginn er bara horft á þig eins og það sé ekki allt í lagi heima hjá þér.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hversvegna við erum svona? Er það vegna þess að það er kalt og dimmt eða erum við bara alin svona upp?

Ég myndi gjarnan vilja að mín kynslóð taki sig á og breyti þessu og fari að bjóða hvor öðru góðan daginn (eða kvöldið) og sýna bara almenna kurteisi og vinalegheit.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing