Á fimmtudaginn klukkan 18:50 verður afgerandi leikur fyrir stóru liðin tvö í Manchester. City og United eigast við á Etihad – og gæti leikurinn verið lykill að Meistaradeildarsæti.
„Þetta verður leikur tímabilsins. Við erum stigi á eftir þeim og ef við vinnum þá eigum við góða möguleika að enda á meðal fjögurra efstu. Ef City vinnur þá verður þetta mjög erfitt,“ sagði Ander Herrera miðjumaður United, í viðtali við miðilinn Independent.
Staðan er sú að Manchester City er með 64 stig í fjórða sæti deildarinnar en United, er með 63 stig í fimmta sætinu. Þannig litlu má muna.
United varð fyrir talsverðu áfalli á dögunum þegar Zlatan meiddist – en hann hefur verið þeirra ötulasti markaskorari á tímabilinu. Þannig það er spurning hvort einhver annar stígi upp af þessu tilefni?
Skv. veðmálasíðunni Betsson mun City hafa betur en þeir eru með stuðulinn 1,92 á móti 4,25 hjá United.
Fyrir áhugasama þá má sjá leikinn á Sky Sport – en stöðina má nálgast á einfaldan hátt í gegnum netmyndlykil Satis – sjá nánar HÉR!