Ingó veðurguð settist í sófann hjá Sölva Tryggva til að ræða ferilinn og lífið í frábærum hlaðvarpsþætti.
Ingó sem hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Íslendingum náði ákveðnum lágpunkti þegar hann hætti með kærustu sinni fyrir nokkrum árum. Hann segist hafa verið mikið einn og átti það til að fá sér í glas til að líða betur.
Þegar verst lét þá fór hann á bari í miðbænum á virkum dögum og sat oftast einsamall á meðan hann skutlaði í sig nokkrum skotum. Stundum endaði þetta með minnisleysi þar sem hann var algjörlega farinn að nota áfengi til að takast á við hugsanir sínar á óheilbrigðan hátt.
Sölvi sagði að þetta mynti hann á drykkjusjúklinginn sem Bradley Cooper lék í A Star is Born og sagði Ingó þá að þetta hafi bara hreinlega verið nákvæmlega þannig. Þetta var orðið það slæmt – og síðar fór hann að eyða stórum upphæðum í fjárhættuspil.
Ingó hefur unnið mikið í sjálfum sér og líður mun betur í dag. Hann á kærustu og er í góðum félagsskap. Segist vera hættur að vera einhver týpa og er bara hann sjálfur sem er einmitt það sem lífið snýst um.
Margt fleira skemmtilegt kemur fram í viðtalinu sem má nálgast hér að neðan.