Aðdáendur Iron Man og ofurhetjumynda hafa lengi látið sig dreyma um þotupakka (Jetpack). Undanfarin ár hafa margir vísindamenn þróað þotupakka sem virka betur með hverju árinu sem líður.
Það bjóst þó enginn við því að sjá mann fljúga með þotupakka í 3000 feta hæð – örstutt frá þotum sem voru að lenda á LAX flugvellinum í Los Angeles. Flugmaður sendi inn tilkynningu um þennan „Iron Man“ á flugi við glugga vélarinnar vinsta megin. Flugumferðastjórinn virðist pollrólegur og hefur líklega ekki trúað þessari tilkynningu.
Þá kom tilkynning til flugumferðarstjórans frá öðrum flugmanni sem átti einnig leið framhjá dularfulla manninum í um 3000 feta hæð. Óhætt er að segja að farþegum og flugliðum hafi verið brugðið.
Eðlilega þarf leyfi til að gera tilraunir með þotupakka og myndi aldrei vera samþykkt að fljúga í slíku návígi við farþegaþotur fullar af fólki. Búið er að tilkynna manninn til yfirvalda en rannsókn er ekki hafin.
Nú er helsta verkefnið að finna hverjir eiga slíka þotupakka og þá væri hægt að greina frá nafni mannsins. Hann verður þó kallaður „Iron Man“ þar til annað kemur í ljós.