Auglýsing

Ísinn frá Valdísi kom í búðir í ágúst og er nú að verða uppseldur – en ekki örvænta!

Líkt og Menn.is greindi frá þá kom Valdís óvænt í búðir í ágúst – og það var auðvitað ekki að því að spyrja – ísinn er að seljast upp.

Tómir kælar eru staðreynd dagsins í dag.

Hér er yfirlýsing frá eigendum Valdísar.

Litla ísbúðin okkar Valdís er orðin 4 ára og á þeim tíma höfum við fengið margar fyrirspurnir um hvort ekki væri hægt að kaupa ísinn okkar í búðum, sérstaklega frá fólki sem býr langt frá Grandanum. Í síðustu viku prófuðum við að setja fjórar tegundir í verslanir. Við vissum auðvitað ekki hvernig þetta myndi takast til og vorum að svolítið stressuð því þetta er miklu stærri pakki en að selja ís í litlu ísbúðinni okkar. En nú er fyrsta framleiðslan að verða uppseld!

Við náðum ekki einu sinni að fara með allar tegundir út á land því ísinn kláraðist í bænum. Við erum alveg í skýjunum yfir þessum móttökum og nú er unnið á vöktum við að framleiða meira.

Við erum fyrst og fremst þakklát viðskiptavinum okkar sem eiga mikinn þátt í að búa til bragðtegundirnar með okkur. Ef þetta gengur áfram svona vel þá viljum við koma með fleiri tegundir í búðir. Og að sjálfsögðu viljum fá viðskiptavini okkar til að hjálpa okkur að velja 🙂 

Það þarf því ekkert að lýsa yfir neyðarástandi, það er meiri Valdís á leiðinni í búðir!

Ástarkveðja,

Valdís

UPPFÆRT

Okkur var að berast fréttir af því að eitthvað væri enn eftir af Valdísi í Bónus Smáratorgi og Krónunni Lindum (Það er greinilega gott að búa í Kópavogi)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing