Eins og flestir vita þá var einu sinni til Svali með sítrónubragði en hann var tekinn af markaðinum fyrir þónokkrum árum síðan – mikil sorg sem fylgdi því.
Síðan þá hafa reglulega sprottið upp umræður varðandi sítrónusvalann og hans verið minnst með eftirsá.
Oddur Már Árnason er greinilega einn þeirra sem saknar svalans, en hann stendur nú fyrir undirskriftasöfnun og skorar á Vífilfell til að gefa aftur út sítrónusvalann.
Síðast þegar menn.is skoðuðu stöðuna voru hátt upp í 900 manns búnir að skrifa undir.
Værir þú til í að sjá hann aftur í verslunum?