Auglýsing

Íslenskar fjölmiðlamaður fer yfir strikið: „Við eigum sameiginlegt áhugamál að sleikja píkur“

238 konur í fjölmiðlabransanum með 72 sögur tóku þátt í #metoo byltingu sem hefur verið í gangi. Hér eru þrjár sögur sem spruttu fram úr þessum póstum – en þær má sjá allar hér.

1. Ég vann einu sinni með manni sem er þekktur fyrir að vera „erfiður“ í glasi. Eftir starfsmannafögnuð heima hjá mér var hann einn eftir, brennivínsdauður á sófanum. Ég henti yfir hann teppi, hringdi í yfirmann okkar og tjáði honum málavexti, enda átti fréttamaðurinn að vera á vaktinni þann morguninn. Svo fór ég sjálf niður í mitt rúm að sofa. Á hádegi vaknaði ég við að maðurinn sat á rúminu hjá mér ég veit án gríns ekki hvað hann hafði verið lengi þar. Hann bað um að fá að snerta á mér brjóstin, hann hafði alltaf langað að „kreista þau“ ég sneri því upp í grín en hann hélt áfram um stund og suðaði í mér að leyfa honum bara aðeins. Hann fór síðan á vaktina góðum fimm tímum of seinn. Var ekki skammaður. Ég lét síðan eins og ekkert hefði í skorist. Vildi ekki eyðileggja neitt eða vera leiðinleg.

2. Var í boði með konunni minni þegar þekktur fjölmiðlamaður kynnti sig fyrir okkur og sagði að þar sem við værum lesbíur ættum við og hann nú sameiginlegt áhugamál: að sleikja píkur. Algjörlega óumbeðið fór hann að tala við okkur á mjög grófan hátt og spyrja okkur óviðeigandi spurninga um kynlífið okkar. Þegar við báðum hann að hætta varð hann pirraður og kallaði okkur teprur. Annar karl í boðinu, sem er háttsettur í þjóðfélaginu, steig inn í samtalið og skammaði hann, en hann hélt enn áfram og fannst ekkert athugavert við það sem hann var að segja. Konan mín og hinn karlinn gengu í burtu en þegar ég ætlaði að fara á eftir þeim króaði hann mig af og kom með romsu um hvað FreeTheNipple væri fáránleg pæling. Komst loksins undan þessu og þegar ég sagði nokkrum í boðinu í því sem við höfðum lent virtist það ekki koma neinum á óvart. Hann væri þekktur fyrir að vera óviðeigandi.

3. Einn fjölmiðlamaður bauðst til að skutla mér á djammið í staðinn fyrir að fá að ríða mér. Ég hafnaði þessu boði og fannst það ekki viðeigandi og benti viðkomandi á það. Þá svaraði hann: „Hva, getur þú ekki riðið mér eins og hverjum öðrum?“ Ég hef ekki fengið fleiri ljósmyndaverkefni hjá viðkomandi miðli eftir að ég sagði nei.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing