Íslenskir unglingar eru þeir sem gefa okkur hugmynd um það hvernig framtíðin verður. Og akkúrat núna eru þeir að gera fólk aðeins brjálað. Ástæðan?
Jú þeir eru svo mikið í kringum Youtube – og að horfa á ensku – að þeir eru einfaldlega byrjaðir að tala ísl-ENSKU. Það er einhvers konar blanda af íslensku og ensku. Unglingar í dag eru hættir að tjá sig jafn mikið á íslensku og áður var.
Þetta var umræðuefni á hópnum Það sem enginn viðurkennir.Og það vantaði ekkert upp á viðbrögðin. Fólk var að tengja við þennan pirring.
Við hvetjum íslenska unglinga til að tala ÍSLENSKU en ekki (ísl)-ENSKU. Endilega deildu þessu áfram – og við vonum að sem flestir unglingar sjái þetta. ÍSLENSKA en ekki (ísl)ENSKA.