Auglýsing

iStore notaði Alþjóðlega Downs daginn til að gera 53. góðverkið fyrir langveik börn

iStore hefur eitt og sér verið með verkefni í gangi – þar sem Siggi eigandi verslunarinnar – afhendir langveikum börnum iPad. Oft eru lítil fjárráð hjá fjölskyldum langveikra barna – og iPad-inn getur örvað þroska þeirra og getu. Gjöfin hefur því komið sér einstaklega vel hjá fjölda fjölskyldum langveikra barna.

Nú á degi þeirra sem eru með Downs heilkennið – nýtti iStore sér tækifærið og gaf Svani Jón, 9 ára, iPad.

iStore segir þetta um gjöfina á Facebook-síðu sinni.

Í dag kom til okkar flottur og hress 9 ára strákur að nafni Svanur Jón og fékk hann iPad að gjöf frá iStore í Kringlunni. Hann er 53. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá okkur, en undanfarin 6 ár hefur okkar litla fyrirtæki styrkt börn með iPad gjöfum, þetta er okkar leið til að þakka okkar viðskiptavinum fyrir að velja okkur. Hvorki Epli né Apple tengjast þessu styrktarverkefni okkar. Að tilefni dagssins var eigandi iStore í mislitum sokkum. #downsdagurinn

Svanur er með downs-heilkenni, ADHD og einhverfurof. Við höfum mikla trú á að iPad muni hjálpa honum í námi, við tjáningu ,leik og auka lífsgæði hans.

iPad nr 54 verður fjótlega á dagskrá.

Ef þú hefur ábeningu um langveikt barn sem þú hefur trú á að iPad gæti aukið lífsgæði hjá, endilega sendu þá ábendingu á iborn(hjá)istore.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing