Leikkonan Jada Pinkett Smith sem er gift leikaranum Will Smith verður 46 ára núna í september. Hún passar vel uppá mataræðið og að hún hreyfi sig reglulega.
Jada segir „Ég er mjög ánægð með líkamann minn. Ég er hraust, sterk og lít mjög vel út“.
Jada á tvö börn með Will Smith og hafa þau verið að gera góða hluti bæði í bíómyndum og tónlist. Eldri sonur þeirra Jaden er ný fluttur út frá þeim hjónum og Jada hélt upp á það með því að leika sér á ströndinni á Hawaii.