Hann Kristinn Gíslason Wíum deildi þessari skemmtilegu frétt með opna Facebook hópnum Tölvuleikjasamfélagið.
Sonur hans leikur nefnilega í þessari flottu leikjaauglýsingu sem var gerð að mestu leyti hérna á Íslandi.
Þar sem ég má tala um þetta opinberlega í dag.
Get ekki verið meir stoltari af syni mínum þar sem hann varð valinn af japönsku fyrirtæki sem ber heitið SQUARE ENIX, sem er eitt af þeim stærstu ef ekki stærsta á japanska markaðnum í leikjaheiminum þar í landi.
Hann var valinn í að leika smá hlutverk fyrir þennan leikjatrailer og þetta er útkoman af hans leiklist
Hér sést hann vera með hamarinn ógurlega.
Þetta er að mestu leyti leikið hér á landi.