Fullkomnasti fjarstýrði bíll allra tíma var að taka flottustu myndirnar sem við höfum séð hingað til af plánetunni Mars.
Hann heitir Curiosity og þið getið séð hvar hann er hverju sinni á Mars með því að smella hér.
Þetta ótrúlega myndskeið, með öllum þessum smáatriðum, var tekið í 327 metra hæð á plánetunni Mars. Myndskeiðið horfir yfir Gale Gíginn sem er um 3.5 til 3.8 milljarða ára gamall og þekur um 154km í þvermál.
Þessi loftmynd sýnir svæðið sem Curiosity er að ferðast á núna og hversu langt hann hefur farið hingað til.
Nasa gaf líka frá sér þessa mynd sem sýnir merkilega staði á för Curiosity.
Þessi mynd sýnir nærmynd af lendingarstað Curiosity árið 2012, Bradbury Landing, þar sem að hann lenti fyrir rúmum 2000 dögum.
Vá hvað þetta er magnað!