Stofnandi og forstjóri Amazon, Jeff Bezos, græddi 13 milljarða dollara í þessari viku og það tók hann bara nokkrar mínútur.
Í gær, fimmtudaginn 30. janúar, þá fór hann frá því að vera virði 116 milljarða dollara upp í það að vera virði 129 milljarða dollara þegar að hlutabréfavirði Amazon hækkaði um 12% á 17 mínútum.
Hækkunin kom í kjölfarið á skýrslu sem sýndi að Amazon fór langt fram úr væntingum Wall Street á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 – enda seldi netrisinn vörur fyrir 87 milljarða dollara bara á þessum þrem mánuðum.
Eftir hækkunina þá er Amazon nú metið á meira en trilljón dollara og er þar með komið í sama hóp og Google og Apple og orðið eitt af ríkustu fyrirtækjum í heimi.
Jeff Bezos á 12% af hlutabréfum Amazon og fyrrverandi eiginkona hans á 4% af hlutabréfum fyrirtækisins.
Þess má geta að Jeff Bezos er ríkasti maður í heimi og var það áður en hann græddi 13 milljarða dollara á 17 mínútum.