Í streitu nútímaþjóðfélags er sífellt mikilvægara að læra að tengja inn á við. Hvalreki hefur nú komið á okkur strendur því sá sem er jafnan kallaður faðir núvitundar í vestrænu samfélagi er á leið til landsins.
Jon Kabat-Zinn kemur hingað til lands á vegum Núvitundarsetursins og Embætti landlæknis. Að því tilefni er efnt til þriggja viðburða í Hörpu sem ætlaðir eru öllum sem hafa áhuga á núvitund eða langar einfaldlega til að nýta einstakt tækifæri og kynnast þessum merka frumkvöðli. Sjá nánar HÉR!
Til að gefa smá bakgrunn þá þróaði Jon árið 1979 Mindfulness Based Stress Reduction (MBSR), fyrsta átta vikna núvitundarnámskeið sögunnar gegn streitu. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að það skilar árangri á mörgum sviðum og er kennt um allan heim.
Segja má að á nýliðnum árum hafi orðið eins konar „núvitundarbylting“ í hinum vestræna heimi og núvitund öðlast sess á fjölmörgum sviðum mannlífsins, m.a. í mennta-, dóms- og heilbrigðiskerfi, á almennum vinnustöðum og í afreksíþróttum. Bækur Jons Kabat-Zinn hafa verið á metsölulistum og þýddar á yfir 40 tungumál.
Jon Kabat-Zinn er eftirsóttur fyrirlesari og kennari. Þekking hans á erindi til allra sem leitast við að gera sitt besta til að takast á við áskoranir daglegs lífs, auka vellíðan og lífsgæði og stuðla að betra samfélagi.
Það er því um að gera að nýta tækifærið og sjá þennan magnaða fyrirlesara hér á landi. Sjá nánari upplýsingar HÉR!
Hér má sjá stutt myndband með meistaranum sjálfum.