Um helgina kom úr nýtt íslenskt app, Beer Converter, sem segir þér hversu mikinn bjór þú átt skilið. Appið reiknar út fjölda bjóra sem þú vinnur þér inn með því að
1) klára ákveðin góðverk eða afrek
2) stunda líkamsrækt eða hreyfingu
3) sleppa óhollum mat.
„Beer Converter appið er einfaldlega grín sem gekk aðeins of langt.“ segir Jón Páll upphafsmaður appsins. „Verkefnið vatt smátt og smátt upp á sig, en hætti samt ekki að vera grín og nú er þetta komið alla leið í Appstore og Playstore.“
BeerConverter veitir því ákveðna „ölsýni“ á mat, hreyfingu og afrek. Veldu þinn uppáhalds bjór og sjáðu hvernig þú getur átt hann skilið.
Er þetta app sem hvetur þá til bjórdrykkju?
Nei alls ekki. Beer Converter er líklega eina bjór appið í heimi með lýðheilsumarkmið sem má útleggjast sem: Ekki drekka bjór nema þú hafir unnið fyrir því.
Með Beer Converter getur notandinn, við ákveðnar aðstæður, unnið sér inn alvöru 6-pack með einum hring á golfvellinum eða klukkutíma fótboltaleik.
Hverju samanstendur appið af?
Maturinn í “Food to beer” hlutanum er yfirleitt frekar óhollur. Ef þú finnur ekki matinn sem þú ert að leita að (til að breyta yfir í bjór) eru allar líkur á því að landlæknir mæli með því að borða hann.
Workout =líkamsrækt/hreyfing/íþróttir. Hér er ekki spurt um hæfileika heldur bara hversu mikið þú reynir á þig. Hér vinna, auk þess, þeir feitu sér inn meiri bjór. Þeir þungu eru kannski síðastir í mark í hlaupinu en þeir vinna sér inn mestan bjórinn.
Achievement = afrek og góðverk. Þetta eru allt afrek/góðverk sem þú ættir að gera hvort eð er. Bjórinn sem verðlaun er til að gera afrekið ennþá meira aðlaðandi. Bjór getur þannig gert bæði fólk og afrek meira aðlaðandi.
Þess má geta að appið er ókeypis fyrir android og iphone – og um að gera að sjá hvort maður eigi skilið að fá sér bjór.