Nú stöndum við frammi fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2017. Juventus mætir Real Madrid. Allegri mætir Zidane. Higuaín mætir Ronaldo. Já þetta er ekki leikur neinna vettlingataka.
Real Madrid eru ríkjandi Evrópumeistarar og hafa unnið titilinn 11 skipti en Juventus sem hefur orðið Evrópumeistari tvisvar, hefur verið á eldi í vetur – og unnu deildartitilinn nokkuð örugglega á Ítalíu. Leikurinn fer fram á þjóðarleikvanginum í Cardiff laugardaginn 3. júní kl. 18:30. Fyrir þá Íslendinga sem vilja horfa á leikinn í góðri stemningu, þá má að sjálfsögðu sjá leikinn á English Pub
Leikurinn hefur orðið sí meiri sýning að hætti hins ameríska Super Bowl – en í tilkynningu Pepsi Co kom fram að Black Eyes Peas mun stíga á svið í Cardiff áður en leikurinn hefst.
Skv. veðbankanum Betsson þá þykja Real Madrid líklegri með stuðulinn 2,65- á móti 2,90 hjá Juventus.
Fyrir þá sem vilja vera heima þá má sjá leikinn á Sky Sport – en stöðina má nálgast á einfaldan hátt í gegnum netmyndlykil Satis – sjá nánar HÉR!