Auglýsing

Kaffi er ekki það sama og kaffi – Sölvi sýnir þér muninn!

Sölvi Avo vinnur á Tónik-barnum á GLó – en hann hefur mjög ákveðnar skoðanir þegar kemur að kaffi – og segir að kaffi sé ekki bara kaffi.
Við gefum honum orðið:

Kaffi er ekki bara kaffi. Gæði þess er afar misjafnt og hvað við setjum út í kaffið okkar skiptir einnig miklu máli, þar sem mörg okkar drekka það daglega. Að hámarka næringuna í hverjum bolla er ráð sem Dave Asprey stofnandi Bulletproof hefur mikla trú á. Ég er honum hjartanlega sammála og hefur þetta verið hugmyndafræði Tonic Bars Gló í Fákafeni frá upphafi. En semsagt þá bjó herra Asprey til, eftir miklar rannsóknir um hvernig hann gæti sjálfur öðlast meiri einbeitningu og úthald, uppskriftina af Bulletproof kaffi.
 –
Fyrir þá sem ekki vita hvað Bulletproof Kaffi er, þá eru þetta sérvaldar kaffibaunir, ræktaðar og unnar til að verða fyrir sem minnstum áhrifum af eitrun og myglu, sem getur oft verið mikil í kaffiframleiðslu. Kaffidrykkurinn er svo blandaður við ósaltað smjör og MCT kókosolíu (eða Bulletproof Brain Octaine olíu), sem er olía unnin úr kókosolíu og inniheldur enga transfitu, gefur orku eins og kolvetni en hækkar ekki insúlínið. Þessi blanda gerir ein og sér mjög góða hluti en við á Tonic barnum erum búin að lauma enn meiri næringu í kaffibollann, með því að bæta við þessa uppskrift; Reishi, sem er ofursveppur kínversku læknisfræðinnar, styrkir ónæmiskerfið og stuðlar að langlífi og kakódufti sem gefur gott bragð og inniheldur magnesíum. Fyrir ykkur sem ná ekki að renna við daglega til okkar í Fákafenið er um að gera að búa til þetta kaffi heima við eða í vinnunni. Við höfum heyrt um töfra þess frá mörgum viðskiptavinum og þekkjum þá sjálf. Það eina sem þú þarft að gera er að laga kaffið úr bulletproof baununum, sem fást bæði heilar og malaðar, og blanda restinni saman við í blandara.

Bulletproof Reishi Mocha

250ml Bulletproof Kaffi
25gr Ósaltað Smjör eða kókosolía
1 msk XCT Bulletproof Olía
1 msk Kakóduft
1/2 -1 pakki Reishi Instant Te
1 tsk Hunang eða hlynsýróp
Allt í þennan kaffidrykk fæst í verslun Gló í Fákafeni
Sölvi
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing