Margir vilja meina að eina leiðin til að koma karlmanni til að gráta sé nógu fast spark í punginn.
En flest heilvita fólk veit samt að það er ekki alveg rétt.
Rannsókn framkvæmd af prófessornum Ad Vingerhoets hefur leitt í ljós að bæði kynin eru jafn líkleg til að gráta við erfiðar aðstæður eins og t.d. sambandsslit og þegar einhver nákominn þeim deyr.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós að karlar eru mun líklegri til að gráta af gleði, t.d. þegar þeir sigra í íþrótt eða eignast barn.
Konur eru mun líklegri til að gráta úr pirringi eins og t.d. þegar tölvan þeirra hrynur eða þær reiðast.
Karlar í hlýrri heimshlutum gráta meira en karlar sem búsettir eru í köldum löndum en þessu er öfugt farið með konur, þær gráta meira sem búsettar eru á norðurslóðum.