Margir segja að mesti sársauki sem manneskja getur upplifað fylgi því að fæða barn. En karlar og konur eiga það til að rífast um þessa fullyrðingu.
Menn segja að það sé enn verra að fá spark í punginn en að fæða – svar við spurningunni er að sjálfsögðu ekki hægt að finna vegna þess að enginn aðili getur prófað hvort tveggja – eða ekki hingað til að minnsta kosti.
Þökk sé sjúkrahúsi í Kína þá geta karlmenn nú upplifað sársaukann við að fæða barn í gegnum sérstakan fæðingahermi.
Verðandi faðirinn Guang Liao, 29 ára sagði þetta: „Eiginkona mín á von á okkar fyrsta barni eftir þrjá mánuði og við lentum í smá rifrildi þegar ég sagði henni að hafa engar áhyggjur af því að þetta ætti ekki eftir að verða neitt mál. Þegar hún heyrði af þessu verkefni sagði hún að ég þyrfti að skrá mig til þess að skilja út á hvað þetta gengur“.
„Þetta var alveg ótrúlega sársaukafullt og ég var aðeins í herminum í nokkrar mínútur. Ef ég hefði farið í einhverja klukkutíma veit ég ekki hvort ég hefði haldið það út“.
Samkvæmt spítalanum hefur einn maður brostið í grát í herminum.
Þessi vél má bara alveg vera í Kína okkar vegna…