Auglýsing

Karlmenn með stóra fætur eru líklegri til að halda framhjá

Gleymdu öllu sem þú hefur heyrt um skóstærð karlmanna og frammistöðu þeirra í rúminu!

Ástæðan er einföld -> því stærri fætur sem karl hefur, því líklegri er hann til þess að halda framhjá! 

Rannsóknin er á vegum Illicit Encounters sem er vinsælasta stefnumótasíða Breta, meðal þeirra sem vilja halda framhjá! Ekki amaleg tölfræði það…

Samkvæmt rannsókninni eru heiðarlegustu karlmennirnir þeir sem eru í skóstærð 40-43, en þeir sem eru í 44,5 eða stærri eru líklegastir til þess að halda framhjá.

Mike Taylor,  framkvæmdarstjóri Illicit Encounters sagði þetta í sambandi við rannsóknina: „Margir menn munu hrista hausinn yfir þessari könnun og segja að skóstærðin þeirra hafi ekkert að gera með líkurnar á að þeir haldi framhjá. Við áttum okkur algjörlega á því sjónarhorni en þetta er það sem tölfræðin sýnir okkur. Ef þú ert í skóstærð 44,5 til dæmis og uppúr ertu mun líklegri til þess að sofa hjá utan hjónabands“.

Konur ættu kannski að kynna sér skóstærð kærasta sinna og eiginmanna betur…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing