Í Asíska draumnum kepptu Sveppi og Pétur Jóhann við Audda og Steinda. Þar var eitt atriði þar sem Sveppi var látinn liggja hálf nakinn á borði og svo var sett sushi á hann. Svo kom fólk og borðaði af honum.
Söngkonan Katy Perry var að gefa út nýtt tónlistarmyndband við lagið „Bon Appétit“. Þar er verið að matreiða söngkonuna og í myndbandinu kemur partur þar sem hún liggur og nokkrir kokkar eru að henda mat ofan á hana, pínu eins og var gert við hann Sveppa okkar. Bæði hrikalega flott og girnileg.
Hér er hægt að sjá myndbandið.