Lydia Ferguson starfaði í Ousedale skólanum í Newport. Skólastjórinn kallaði hana á fund til sín eftir að hafa séð mynd sem Lydia deildi á Facebook síðu sinni.
Lydia er þriggja barna móðir og á þessari mynd situr hún á rúminu sínu í hvítum kjól og tekur speglamynd af sér.
Skólastjóranum fannst þessi mynd vera of djörf og ögrandi. Hann sagði henni að þetta væri ekki í boði ef hún ætlaði að starfa sem kennari og svo var Lydia látin fara. Þetta fannst henni ekki sanngjarnt og sagði að það sé ekkert að þessari mynd og að hún skilji ekki að kennarar megi ekki sína lappirnar sínar án þess að missa vinnuna.
Hún var ekki sú eina sem var ósammála skólastjóranum því nemendur hennar eru búinir að búa til undirskriftarlista til þess að láta ráða Lydia aftur.
„Það er ekkert að þessari mynd. Þetta er bara falleg mynd af frú Ferguson. Hún er frábær kennari og leggur mikinn metnað í að koma í veg fyrir einelti og annað eins. Hún hefur gert mikið fyrir okkur öll og það er ósanngjart að hún skuli missa vinnuna út af einhverju svona“! – Nemandi
Við skulum bara vona að Lydia fái að halda vinnunni sinni því þetta er nú voðalega saklaus mynd er það ekki?