Auglýsing

Keyrt á BARN á leið í Vesturbæjarskóla í morgun – Snilldar mótmæli foreldra gera eina leið í skólann örugga!

Það var keyrt á barn á leið í Vesturbæjarskóla í morgun, unga stúlku sem slasaðist sem betur fer ekki alvarlega.

En þetta eru hættuleg gatnamót og mikið af fólki vill meina að aðgerðarleysi borgaryfirvalda hafi orðið til þess að þetta slys átti sér stað.

Ólöf Jakobsdóttir segir frá snilldar mótmælum sem hún og maðurinn hennar Jóhannes Tryggvason standa fyrir – en hluti af þeim er að Jóhannes ætlar að vera gangbrautarvörður fyrir börn á leið í skólann í fyrramálið.

Endilega deildið þessu með fólki svo að Vesturbæingar viti hvar sé öruggast fyrir börnin þeirra að fara yfir götuna.

Kæru vinir.
Í ljósi þess að slys varð í morgun á hringbraut höfum við maðurinn minn Jóhannes Tryggvason ákveðið að mótmæla endalausu aðgerðarleysi skóla og skóla og frístundasviðs Reykjavíkur við að koma börnum yfir þessa götu örugglega og munum standa gönguvarðavakt á gönguljósunum við hringbraut hjá Vesturbæjarskóla milli klukkan 08.00&08.30 í fyrramálið. Endilega beinið börnunum ykkar þangað í fyrramálið, við verðum í grænu (alltof litlu barna) endurskinsvesti.
Við höfum búið KR meginn við hringbraut í mörg ár og þegar okkar elsta barn hóf skólagöngu var skólaskylda í Vesturbæjarskóla. Strax þá bað ég um gönguvörð en fékk svarið “þitt barn er á þína ábyrgð”. Seinustu 3 ár hef ég haldið áfram að “bögga” skólastjórann með þessu og nú seinast 12.des sendi ég mail um þetta mál og endaði mailið á “annars endar þetta illa” sem það gerði í dag.
Börn búa beggja vegna hringbrautar og eru í skólum og þurfa því af allskonar ástæðum að fara yfir þessa götu á annartíma, vegna þess að þau hafa flutt, eiga foreldra eða annað báðu meginn við hringbraut.
Auðvitað eru okkar börn okkar ábyrgð en skólarnir verða að taka abyrgð líka.
svo beinið börnum ykkar á gönguljósin á morgun og endileg sláist í hópinn að taka vaktina þarna, barnana vegna!
Afinn okkar ætlar að taka 1 vakt.
Koma svo allir mótmælum þessu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing