Á sunnudaginn sprakk sprengja á Ariana Grande tónleikum í Manchester sem varð til þess að 22 létu lífið og 119 særðust. Margar frægar manneskjur hafa sent samúðarkveðjur eftir þennan hræðilega atburð og er raunveruleikastjarnan Kim Kardashian í þeim hópi.
En Kim lenti í smá veseni sem endaði á því að hún tók kveðjuna sína út.
Hún setti þessa mynd sem er hér fyrir ofan og skrifaði síðan samúðarkveðjuna fyrir neðan myndina.
„Hjartað mitt er hjá fólkinu í Manchester, þetta er skelfilegt og manni verkjar í hjartað. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er fyrir foreldrana sem þurftu að leita að börnunum sínum eftir þetta. Maður á að geta skemmt sér og leikið sér á tónleikum, það er ömurlegt að hugsa til þess að maður er hvergi óhultur“. – Kim Kardashian
Fylgjendur hennar urðu strax brjálaðir við hana því þeim fannst ekki gott hjá henni að setja mynd af sér, Ariana Grande og Kendall hlægjandi á tónleikum.
Það voru samt einhverjir sem fóru að verja Kim enda var átti þetta bara að vera falleg kveðja.