Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian lenti í vopnuðu ráni þegar hún var stödd í París fyrir um það bil hálfu ári. Kim er eins og flestir vita gift rapparanum Kanye West og saman eiga þau tvö börn. North West sem er 3 ára og Saint West sem er 15 mánaða.
Kanye var staddur á tónleikum þegar hann fékk fréttirnar af ráninu og þurfti hann að aflýsa restinni. Þetta rán var það eina sem fjölmiðlar töluðu um á sínum tíma en Kim fór í felur eftir þetta og vildi ekki ræða þetta við fjölmiðla.
En nú eru raunveruleikaþættirnir Keeping Up With The Kardashians að fara aftur í loftið eftir langa pásu og þar opnar Kim sig um ránið í fyrsta skiptið.
„Þeir báðu mig um að láta sig fá pening, en ég sagðist ekki vera með pening. Þá grógu þeir mig fram á gang og það var þá sem ég tók eftir því að þeir væru með byssur“. – Kim
Hér er hægt að sjá brot úr þættinum.