Hinn 29 ára gamli Dean Smith frá Michigan gjörbreytti líkama sínum á tveimur árum.
Hann var byrjaður á umbreytingarferðalagi sínu – en fékk byr í báða vængi þegar konan hans fór frá honum fyrir gæja sem heitir Steve.
Dean fór úr 130 kílóum – niður fyrir 100 kílóa markið.
Núna er aðal hvatning Dean að halda sér í formi fyrir börnin sín – svo hann geti elt þau og leikið við þau.
Hann sagði þetta um ferðalagið sitt til betri heilsu:
Suma daga líður mér ómyndarlegum og stórum, eins og ég hafi ekki náð neinum árangri. Á meðan aðra daga fæ ég Adonis komplexa. Ég hef tekið eftir að konur gefa mér auga – en ég er enn of feiminn til að nálgast þær.
Mér finnst ég nálgast ástina aftur – en ég kýs vinnuna mína og föðurhlutverkið fram yfir hana enn um sinn.
Flottur árangur – sem sýnir að stundum eru „áföllin“ það besta sem getur komið fyrir mann!