Hér eru krakkarnir í Real Monday: Ástrós, Kari, Erna, Rita, Yelena, Klavs og Selma.
Kari og Ástrós eru partur af hóp sem heitir REAL Collectiv. Hópurinn samanstendur af nemum á öðru ári í Listaháskóla Íslands – og þau eru með viðburð á mánudagskvöldum sem heitir REAL Monday. Þar kemur alls konar fólk úr ólíkum áttum og dansar í spuna undir handleiðslu nemendanna. Tilgangurinn er að komast nær sjálfum sér með því að sleppa öllum símum, áfengi og öðru sem fólk notar oft til að finna teningu – og nota dansinn til verksins. Við töluðum við þær Kari og Ásdísi um hvað það er sem þær gera.
“Dansspuninn gengur út á að við dönsum út frá tilfinningum okkar. Þetta snýst ekki um að gera dansinn “fallegan” eða “fullkominn” heldur bara að hann endurspegli líðan. Ef þú ert reiður þá geturðu tjáð það – ef þú ert glaður geturðu líka komið með það. Þetta er svo fallegt því þetta leyfir manni að vera hreinskilinn og berskjaldaður í dansinum á sama tíma.” segja þær um tímana.
Hvað er það sem fólk fær út úr því að koma og dansa í REAL Monday?
Ég fékk aukna meðvitund um sjálfa mig, færi á að sjá sjálfa mig betur, segir Kari. Allir eru að burðast með eitthvað innra með sér – og í dansinum hefur maður færi á að veita því athygli. Og með því að veita því athygli, þá minnkar það.
Hvað er það sem vakir fyrir ykkur með dansinum?
Okkur langar að opna fólk. Alltaf þegar ég kem úr REAL Monday þá hef ég von, segir Kari. Við erum alltaf í leit að tengingu – og dansinn gerir kleift að ná henni á svo fallegan hátt.
Við búum í þjóðfélagi þar sem við leitum mikið í símann eftir tengingu, segir Ásdís. Förum í miðbæinn um helgar og svoleiðis – en dansinn er að breytast – það geta allir dansað og hann er leiðin fyrir okkur til að tengjast hvort öðru á heilbrigðan hátt. Síminn er að lama okkur. Á REAL Monday er öruggur vettvangur, sem er án áfengis, fjarri símum, fyrir fólk til að tengja í gegnum. Og í þannig umhverfi getum við tengst okkar sanna sjálfi mun betur.
Krakkarnir í REAL Collectiv plana nú för til Ísrael til að fara dýpra í dansinum – og eru með söfnun á Karolina Fund sem má finna HÉR! Endilega styðjið við þetta frábæra framtak.
Fundraising for REAL Collective from REAL collective on Vimeo.