Kate Alan er þunglyndissjúklingur sem þjáist af kvíðaröskun og eftir mikla aðstoð sérfræðinga á sviði geðmeðferðar þá er hún búin að finna úrræði sem hentar henni einstaklega vel
Þetta er meðferðarúrræði sem hún telur að muni nýtast öllum sem eiga við geðræn vandamál að stríða – og líklegast „venjulegu“ fólki líka, þar sem að við getum öll farið í gegnum erfiðleika.
Lausnin felst í núvitund og Kate er listamaður svo hún ákvað að taka það sem hún hafði lært og gera einfalda teiknimyndasögu úr því svo að allir geti nýtt sér þessa aðferðafræði.
Það besta er að sálfræðingar elska teiknmyndasöguna hennar og sumir hafa nú þegar sagst ætla að nota þetta til að hjálpa skjólstæðingum sínum að læra þetta meðferðarúrræði: