Enginn leikari eða leikkona í sögunni hefur unnið til jafn margra verðlauna og stórleikkonan Meryl Streep og nýtur hún sömuleiðis mikillar virðingar utan vinnu sinnar. Einstaklega vel gerð í alla staði, með höfuðið rétt skrúfað á og þegar hún tekur til máls, þá hlusta allir.
Í gærkvöldi veitti hún viðtöku verðlaunum og viðurkenningu fyrir ævistarf sitt og framlag til kvikmynda á hinni árvissu Golden Globe hátíð, og af því tilefni steig hún í pontu og hélt smá ræðu. Ræðu sem óhætt er að segja að eigi enga sína líka. Eins og Meryl sjálf.