Við Íslendingar erum einstaklega dugleg að grilla miðað við veðrið hérna á Klakanum, en ekki jafn dugleg að þrífa grillin okkar.
Það er eiginlega ekki nógu gott hjá okkur, því að það skiptir máli að þrífa grillið vel þegar maður er búinn að nota það – og einnig skiptir máli með hverju maður þrífur grillið.
Bandarískur maður deildi á Facebook ferkar leiðinlegu atviki sem hann lenti í þegar hann grillaði hamborgara fyrir sig og fjölskyldu sína.
„Á sunnudaginn grillaði ég hamborgara fyrir mig og fjölskylduna mína. Allt í einu fann ég verk eins og ég væri með eitthvað fast í hálsinum. Ég reyndi bæði að hósta það úr mér og skola því niður en ekkert gekk. Svo þegar ég fékk mér annan bita af hamborgaranum versnaði verkurinn ennþá meira og ég þurfti að fara upp á spítala. Þar fór ég í myndatöku og þar kom í ljós að ég var með einhvern hlut fastann í hálsinum sem síðan kom í ljós að þetta var vír úr grillbursta. Læknirinn sagði mér að hann hafi hætt að nota svo bursta fyrir mörgum árum því hann hafi séð svo mörg svona dæmi. Ég er þakklátur að þetta hafi komið fyrir mig en ekki barnabörnin mín því ég er ekki viss um að þau hefðu þolað svona aðgerð“.
Hér er farið yfir hvernig maður á að þrífa grill.