Flugvélar eru frábær uppfinnig og eins skemmtilegt það er að fljúga getur biðin eftir því að komast inní vél verið hundleiðinleg. Hvað þá þegar það er seinkun! Fólk verður oft pirrað, það fær mögulega ekki nein svör og það skapast sérkennileg stemmning.
Nýlega lenti flugfélagið Southwest í seinkun og starfsfólkið á hliðinu var orðið þreytt á spurningum frá farþegum, þannig að það tilkynnti í kallkerfið að næsta manneskjan sem kæmi að spyrja út í þessa seinkun þyrfi að syngja fyrir framan alla.
Einn farþeginn sá samt að þarna var hið fullkomna tækifæri til að koma sér á framfæri sem söngvari og greip það.
Ekki leið á löngu þar til hann var kominn með allan salinn með sér í þessari skemmtun eins og sést í myndbandinu hér að neðan.