Þegar að Leonie Muller var 23 ára gamall háskólanemi þá gat hún valið á milli þess að borga í kringum 90 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir lélega aðstöðu eða kaupa sér lestarkort á 75 þúsund krónur.
Svo hún ákvað að gera hið síðara og endaði með að búa um borð í lest.
Hún þvoði á sér hárið í vaskinum á baðherberginu og hafði með sér bakpoka með öllum eigum sínum.
Hún segir að það sé virkilega gaman að búa í lest, hún kynntist fullt af nýju fólki og fékk að ferðast um Þýskaland á meðan hún var að sinna náminu.
„Ég las, horfði út um gluggann og kynntist nýju fólk. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera um borð í lest,“ segir Leonie – sem hvetur fólk til að fara óhefðbundnar leiðir þegar kemur að húsakosti.