Lindsay Lohan varð heimsfræg mjög snemma þar sem hún lék í nokkrum vinsælum bíómyndum sem barn. Það er ekkert mikið búið að gerast hjá Lohan í leiklistinni eftir að hún varð fullorðin þar sem hún fór aðeins yfir strikið í djammi og þess háttar.
Lindsay var komin með nóg af því að fólk væri að tala illa um Donald Trump svo hún tók upp hanskann fyrir hann á Twitter.
Margir voru mjög ósáttir með þessi orð frá leikkonunni og svöruðu henni.
En hún var auðvitað ekki ein í liði og fólk fór að taka undir með Lindsay Lohan.