Ljósmyndarar eru nú ekki gefnir fyrir að sýna hvernig þeir ná hinum fullkomnu myndum sem þeir síðar monta sig af – og vilja helst ekki sýna hvað var að gerast baksviðs á myndunum til að „eyðileggja ekki töfrana“ í myndunum þeirra.
En brasilíski ljósmyndarinn Gilmar Silva er undantekningin frá þessari reglu – og hann nær því að koma Internetinu á óvart í hvert sinn sem hann deilir baksviðs myndum.