Auglýsing

Löggan LOKAR þessum götum í Reykjavík í dag út af heimsókn varaforseta Bandaríkjanna!

Varaforseti Bandaríkjanna, hann Mike Pence, er í heimsókn á Íslandi þessa dagana og í dag þá mun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu loka götum í Reykjavík svo að Mike geti ferðast um borgina óhindrað.

Vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna og fylgdarliðs hans á morgun, miðvikudaginn 4. september, verður lokað fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar, þ.e. á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar, frá hádegi og þar til síðdegis. Jafnframt má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu af sömu ástæðu. Lokun á fyrrnefndum hluta Sæbrautar á við um allar akreinar og í báðar akstursáttir. Hluta Borgartúns verður einnig lokað fyrir allri umferð meðan á heimsókn varaforsetans stendur.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi.

Þetta virðist ekki hafa farið vel í fólk hér í höfuðborginni miðað við póstinn sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að deila á Facebook – en það höfðu víst margir samband við hana og lýstu yfir áhyggjum sínum á þessum töfum og lokunum.


Þrátt fyrir lokanir gatna vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna er rétt að undirstrika að fólk kemst leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu í dag, en margir hafa haft samband við lögreglu og lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Hjá einhverjum gæti það tekið lengri tíma en venjulega og enn fremur kunna sumir að þurfa að leggja lengra frá vinnustaðnum sínum en þeir gera venjulega. Við ítrekum upplýsingar um lokun Sæbrautar, á milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar, frá því um hádegisbil og þar til síðdegis. Sömuleiðis er lokað fyrir umferð um hluta Borgartúns eins og áður hefur komið fram. Sama gildir um umferð í Katrínartúni, á milli Borgartúns og Sæbrautar, og því er ekki hægt að aka frá Guðrúnartúni inn á Katrínartún. Á eftir verður lokað fyrir umferð í Borgartúni frá Þórunnartúni að Nóatúni, en auk þessa má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar í umdæminu.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing