Sturluð staðreynd: Mannfólk er eina dýrategundin sem drekkur mjólk úr öðrum dýrum.
Skrýtið ekki satt? Flest okkar geta hellt í okkur heilu glasi af (kúa) mjólk, skál af jógúrt, ís eða öðrum mjólkurvörum eins og ekkert sé.
En um leið og einhver hvíslar að þér að það sem þú ert að borða sé í raun brjóstamjólk – þá er fólk fljótt að fá æluna upp í háls!
Þrátt fyrir það þá eru vaxtarræktarkappar, fitnesshausar og líkamsrækarjöfrar að kaupa brjóstamjólk af ókunnugum konum í stórum stíl til þess að nálgast góð prótín og vítamín.
Hvað gera menn ekki fyrir bensín í byssurnar?
Fjöldi vefverslana hafa sprottið upp tengdar sölu á brjóstamjólk þar sem að konur geta selt brjóstamjólkina sína fyrir allt að 1000 krónur á 50 grömm – og ef að framboðið er lítið þá getur mjólkin selst á miklu hærra verði.
Læknar mæla þó ekki með því að lyftingakappar eða neinn annar kaupi mjólk frá ókunnugum konum, þar sem að sjúkdómar – eins og t.d. alnæmi – geti auðveldlega smitast í gegnum brjóstamjólk.
Svo ef þig dauðvantar prótín í byssurnar, haltu þig þá við prótínsjeika – eða allavegana brjóstamjólk úr konu sem þú þekkir og treystir vel…en það gæti samt orðið svolítið skrýtið til lengdar – er það ekki?