Auglýsing

Lykillinn að því að grennast er einfaldur – TYGGÐU matinn betur!

Við eigum eflaust flest æskuminningar af foreldrum okkar að segja okkur að tyggja matinn okkar betur og lengur.

Þegar maður er krakki er maður bara að hugsa um að koma mat sem hraðast ofan í sig til að slökkva á hungrinu.

En rannsóknir við Cornell University í New York fylki benda til þess að með því að tyggja matinn einfaldlega betur þurfum við að borða minna en við gerum.

Það tekur 20 mínútur fyrir heilann að meðtaka skilaboð frá maganum um að hann sé orðinn fullur og á þeim tíma erum við oft búin að gleypa í okkur mikið meiri mat en við raunverulega þurfum.

Að tyggja hvern munnbita betur, veldur því að við borðum hægar þannig að heilinn fær lengri tíma til að taka við skilaboðunum frá maganum. Rannsóknirnar hafa bent til þess að fólk sem tyggur betur borðar allt að 88 færri kaloríur en aðrir.

Þegar þú tyggur losar líkaminn ensími og munnvatn til að brjóta niður matinn. Þegar þú tyggur sendir líkaminn einnig merki til garnanna og lætur þær vita að það sé matur á leiðinni.

Þetta er einfalt ráð sem gerir mikið fyrir þig – og það góða er að þá færðu líka meiri tíma til að njóta þess sem þú ert að borða!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing