Hin franska Anna Jeanmaire er vön því að vera viðhald. Hún segist hafa átt marga kærasta sem voru giftir öðrum konum á sama tíma – og Anna er á því að það sé auðvelt að sjá hvort makinn sé að halda framhjá þér.
Anna segir að þetta komi allt fram í hegðun makans, svo það er auðvelt að taka eftir þessu ef maður opnar bara augun aðeins.
Samkvæmt Önnu þá eru þetta þau einkenni sem benda til þess að makinn sé að halda framhjá:
1. Makinn missir áhugann á kynlífi.
Ef að makinn missir áhuga á kynlífi þá getur verið að hann sé að fá kynlífið hjá einhverjum öðrum. Þá sé best að reyna að mýkja makann með kossum og dekri. Ef enginn áhugi kviknar þá má fólk fara að gruna eitthvað.
2. Vinnuplanið fer að breytast mikið.
Ef að yfirvinnan fer allt í einu að aukast og jafnvel vinnuferðir fara að bætast í þetta, þá getur verið að það sé bara til að hylja eitthvað.
3. Mikill peningur hverfur af bankabókunum.
Anna talar um að ef fólk er að taka út of mikinn pening af bankabókunum án þess að útskýra eitthvað, þá getur verið að þessir peningar séu að fara í gjafir og annað eins fyrir viðhaldið.
4. Kíkja mikið á símann.
Ef að manneskjan er alltaf í símanum og reynir að fela skjáinn fyrir þér getur verið að hún sé í öðru sambandi.
5. Ef manneskjan lýgur að þér.
Ef að manneskjan stressast öll upp þegar þú spyrð hana útí hluti eins og: „Við hvern varstu að tala?“ eða: „Hvar varstu?“ þá getur verið að hún sé að ljúga að þér. Ástæðan fyrir því að hún er að ljúga gæti verið út af annari manneskju.
En auðvitað á að taka þessu með fyrirvara og ekki hætta alveg að treysta makanum þótt eitthvað af þessu passi við hann.