Forræðisdeilur eiga ekki að vera sjónvarpsefni en samt var framleiddur umdeildur raunveruleikaþáttur í Bandaríkjunum. Þátturinn er byggður á raunverulegum forræðismálum og DNA rannsóknir sýna alvöru niðurstöður sem hafa áhrif á líf þátttakenda.
Í þættinum er Lauren Lake dómarinn og segir foreldrum frá niðurstöðum í beinni útsendingu. Þetta er ömurleg hugmynd að þætti en samt hafa 7 þáttaraðir verið framleiddar til þessa.
Hér er atriði þar sem móðir fagnar DNA niðurstöðum og fær í kjölfarið réttilega að heyra það frá dómaranum. Þetta er eitt af fáum atriðum í þættinum sem vert er að deila.