Það var sannkölluð áramótasprengja þegar Manchester City og Liverpool mættust á gamlársdag 2016 – en sá leikur endaði með sigri Liverpool: 1-0 í hörkuleik. Nú síðdegis á sunnudaginn, 19 mars, klukkan 16:30, munu liðin aftur eigast við á Ethiad-vellinum í Manchester.
Sem stendur er Manchester City í 3. sæti deildarinnar með 56 stig – og Liverpool sem átti brösugt gengi eftir áramót hefur 55 stig í 4. sætinu.
Liverpool sem hefur átt í miklu erfiðleikum með minni spámenn – hefur haft gott tak á stærri liðunum – og þá ekki síst City. Liverpool hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum liðanna.
Hjá Liverpool eru það Jordan Henderson og Daniel Sturridge sem eru á sjúkralistanum. Eins er óvíst hvort Roberto Firmino og Divock Origi geti spilað.
Af þeim City mönnum er að frétta að Gabriel Jesus og Ilkay Gundogan eru ekki með – og munu líklega ekki vera meira með á tímabilinu.
Samkvæmt spásíðunni Betsson þá eru Man City menn líklegri til að hafa leikinn – með 2,02 í stuðul, á meðan Liverpool lúrir með 3,95.
Fyrir þá sem vilja horfa á leik ManCity og Liverpool í stemningu – þá er hægt að fá boltatilboð á mat og drykk yfir öllum leikjum. Hægt er að panta borð í síma 511-5300, en það er skyldumæting 30 mín. fyrir alla leiki.