Fyrir tíð snjallsíma og Ljósleiðara leit heimurinn allt öðruvísi út.
„Farðu úr símanum, ég er á netinu!“ er setning sem heyrðist reglulega á hverju heimili. Maður þurfti nefninlega að hringja inn til að tengjast „internetinu“ og ef einhver notaði heimasímann á meðan datt maður út af því!
Áður en Snapchat og Facetime komu við sögu var Msn aðalmálið. Þú þurfit ekki að bíða eftir e-maili heldur gastu skrifað skilaboð í beinni og fengið svar samstundis. Þvílík framför!
Þeir sem muna þá daga geta talið upp ótal fleiri dæmi – og þeir muna sennilega eftir hljóðunum sem fylgdu tækninni þá: