Rebecca Black varð heimsfræg með laginu „Friday“ fyrir 5 árum. Þetta lag er með yfir 100 milljónir í áhorf og fólk hélt því lengi fram að þetta væri versta lag allra tíma þó sumir séu á því að Rebecca hafi bara verið á undan sínum tíma.
En lífið leikur við Rebeccu í dag þar sem hún er með yfir milljón fylgendur á Instagram og er á fullu í tónlist.
Þetta er Rebecca í dag og það er alveg á hreinu að síðustu ár eru búin að fara vel með tónlistarkonuna.
Hér er eitt af nýjustu lögunum hennar og það geta flestir verið sammála að það eru aðeins meiri gæði í tónlistinni hennar í dag en þegar hún byrjaði….