Skegg trendið lifir góðu lífi og er ekki sá maður með mönnum sem hefur ekki í það minnsta gert tilraun til að safna í gott skegg.
En nú hallar undan fæti fyrir skeggjaða ef eitthvað er að marka niðurstöður könnunar sem vefsíðan eva.co stóð fyrir.
Þar kom í ljós að 45% karla sem eru með svokallaðan „geitatopp“ viðurkenna að hafa gaman að því að slást – á meðan aðeins 29% þeirra sem voru skegglausir viðurkenndu að hafa gaman að slagsmálum.
47% karla með yfirvaraskegg viðurkenndu að hafa haldið framhjá maka sínum á meðan aðeins 29% skegglausra sögðust hafa gert það.
40% geitaskeggjaðra sögðust hafa stolið en aðeins 17% skegglausra sögðust hafa gert það sama.
Svo geitatoppurinn og yfirvaraskeggið eru kannski ekki málið …