Það eru einstaklega mikilvæg skilaboð sem þurfa að komast til skila hver jól – og nei ég er ekki að tala um að börnin þurfi að muna að þau eigi að vera stillt svo að jólasveinarnir gefi þeim gjafir – nei, ég er að tala um skilaboð sem jólasveinarnir þurfa að nauðsynlega að heyra.
Þú mátt endilega deila þessum gömlu skilaboðum frá Neytendasamtökunum, núna og öll jól héðan í frá, svo að jólasveinarinir viti og muni mikilvægi þess að gefa ekki misjafnt í skóinn.
Börnunum líður nefnilega svo illa þegar það gerist – eins og þið getið lesið í bréfinu hér fyrir neðan.
Neytendasamtökunum barst um daginn eintak af bréfi til jólasveinsins og vilja af því tilefni benda sveinunum á að gæta hófsemi þegar kemur að skógjöfum – foreldrar geta svo bara sjálfir splæst í dýrar jólagjafir ef þeir vilja og geta.
Ef að einhver af jólasveinunum gleymir svo hvað hann heitir þá er hér listi yfir hvenær þeir mæta á svæðið:
Stekkjarstaur kemur 12. desember.
Giljagaur kemur 13. desember.
Stúfur kemur 14. desember.
Þvörusleikir kemur 15. desember.
Pottaskefill kemur 16. desember, almennt kallaður Pottasleikir
Askasleikir kemur 17. desember.
Hurðaskellir kemur 18. desember.
Skyrjarmur kemur 19. desember, almennt kallaður Skyrgámur
Bjúgnakrækir kemur 20. desember.
Gluggagægir kemur 21. desember.
Gáttaþefur kemur 22. desember.
Ketkrókur kemur á Þorláksmessu, 23. desember.
Kertasníkir kemur á aðfangadag, 24. desember.