Auglýsing

Móðir skildi börnin sín eftir heima með BYSSU á meðan hún fór í 11 daga ferð um Evrópu!

Augljóslega getur maður ekki leyft sér eins mikið þegar maður á börn þar sem maður þarf að hugsa meira um peninga og passa upp á meira en bara sjálfan sig. Þetta er það sem foreldrum finns sjálfsagt og flestir spá ekkert í því það er auðvitað fátt eins gott eins og að eiga börn.

Erin Lee Macke er þrítug, fjögurra barna móðir frá Bandaríkjunum og hún var ekki til í að fórna ferð sem hún var búin að plana. Hún ætlaði sér að fara í 11 daga ferð um Evrópu en barnapían beilaði. Það stoppaði hana samt ekki. Hún lét elstu börnin sín sem eru 12 ára tvíburar, fá byssu og þau fengu það verkefni að passa systkinin sín sem eru 6 og 7 ára, á meðan hún var í burtu.

Erin fór í þessa ferð og deildi myndum af ferðinni á Instagram. Barnsfaðir hennar talaði við eitt af börnunum í síma daginn eftir að Erin fór í ferðina og fékk þær fréttir að hún hafi farið og skilið þau eftir með byssu á meðan hún var í burtu. Hann hringdi í lögregluna og lögreglan hafði samband við Erin 21 september. Hún sagðist ekki koma aftur heim fyrr en 1 október en síðan kom hún heim fyrir þann tíma og lögreglan handtók hana eftir ágæta Evrópuferð.

Lögreglumaðurinn sem kom að heimili Erin þegar hún var í burtu sagði þetta í viðtali.
„Ég hef aldrei heyrt af neinu í líkingu við þetta. Við höfum komið að heimilum þar sem foreldrarnir hafa farið í partý í hverfinu og skilið börnin eftir heima á meðan en aldrei þar sem foreldrarnir eru komnir komnir úr landi. Hérna erum við að tala um 12 ára börn með byssu að sjá um heimilið í 11 daga“.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing