Í kvöld munu Liverpool og Leicester leiða hesta sína saman í mjög áhugaverðum leik. Greyið Claudio Ranieri var rekinn frá störfum – við mikil tregatár í vikunni og það kemur í hlut Craig Shakespeare að stjórna liðinu. Hvort hann semji dramaverk – líkt og nafni sinn er enn óvitað – en Leicester er komið í fallsæti eftir úrslit helgarinnar.
Liverpool sem hafa verið ansi brokkgengir það sem af er ári eygja möguleikann á að komast upp fyrir Arsenal og Manchester City í þriðja sæti deildarinnar en liðið yrði þá stigi á eftir Tottenham.
Þegar þessi lið mættust nú í haust fór Liverpool hafði betur með 4:1 sigri – en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Leicester kemur inn í þennan leik í fimm leikja taphrinu – en það er spurning hvort nú sé viðsnúningurinn hafinn.
Samkvæmt Betsson þá þykja Liverpool menn mun líklegra til sigurs með 1,7 í stuðul á móti 5,4 hjá Leicester.
Þess má geta að leikurinn verður sýndur í Keiluhöllinni – og er boltatilboð af mat og drykk að vana.