Konur eru líklegri til að umbera slæma hegðun hjá myndarlegum mönnum – en hjá þeim sem eru það ekki. Þetta er niðurstaða úr rannsóknum sálfræðinga hjá Eastern Kentucky University – en rannsóknin var birt í tímaritinu Gender Issues.
Fyrstu kynni sem ráðast oft að miklu leyti út frá útliti hafa mikil áhrif á hvernig karlar hegða sér í kjölfarið.
Fyrstu kynni verða á örskotsstundu – en ályktanirnar sem fólk dregur byggt á þeim eru ekki alltaf réttar. Að álykta að fallegt fólk sé betra en aðrir er byggt á því sem sálfræðin kallar geislabaugsáhrifin.
Rannsóknin fór þannig fram að maður sem var álitin „myndarlegur“ – og annar „venjulegur“ voru látnir biðja konur um annars vegar að fá lánaðan penna – og svo hins vegar að þær tækju mynd af sér.
Eftir á voru konurnar spurðar um hvað þeim hefði fundist um samskiptin. Það var lítill munur á milli viðbragðanna þegar mennirnir báðu um pennann – hins vegar þegar þeir báðu um að fá tekna mynd af sér þá kom í ljós munur. Á meðan konum fannst sjálfsagt að taka mynd af myndarlega manninum – þá fannst þeim „venjulegi“ maðurinn hafa farið yfir ákveðna línu.
Hegðun ómyndarlega mannsins er umborin upp að þeim punkti sem hann fer yfir strikið – á meðan kemst myndarlegi maðurinn upp með að fara yfir fleiri línur.
„Þetta gæti haft áhrif á réttarkerfið“ segir Dr. Gore sem var einn þeirra sem framkvæmdi rannsóknina. „Ómyndarlegri menn gætu lent í því að harðar sé tekið á þeim í refsingum því þeir hafa ekki útlitið með sér.“