Hann Ægir Rafnsson setti þessa mikilvægu áminningu inn í Facebook hópinn „Íbúar í Grafarvogi“ eftir að einhver var næstum búinn að keyra yfir hann:
Má til með að koma með smá & mikilvægt atriði & deila með ykkur þar sem grunnskólar eru að byrja í næstu viku.
Ég var nýbyrjaður að ganga yfir götu/akrein frá hringtorgi Spöng þar sem bíll keyrir askvaðandi og rétt fyrir framan nefið á mér og munaði nú bara hálfum metra milli okkar. Sem betur fer kom ekkert fyrir og ekkert barn var þarna á ferðinni.
Gætum þess að börnin lendi ekki í slíku & upplýsum þau um allar hættur í umferðinni þar sem bílstjórar geti ekki sýnt vegfarendum tillitsemi og þá sérstaklega yngri kynslóðina & auðvitað alla.
Eitt af ummælunum við færsluna hans var líka eitthvað sem margir hafa því miður ekki hugsað út í:
Takk fyrir þessa þörfu áminningu. Annað merki um tillitsleysi gagnvart gangandi vegfarendum er sá leiðinlegi siður að leggja á gangstéttum með tilheyrandi slysahættu fyrir t.d. krakka á reiðhjólum sem eru margir hverjir byrjendur og ráða illa við að fara fram af gangstéttarköntum. Minn drengur hlaut skurð á hné og hrufl í lófum við svona aðstæður nýlega.