Auglýsing

Nökkvi stekkur til varnar eftir að Áttan var sökuð um lygar af fjölmiðli

Áttan gaf út lagið „Nei nei“ á Facebook og Youtube núna um daginn – og hefur lagið hlotið miklar vinsældir.

En það er ekki auðvelt að skara fram úr – Nökkvi Fjalar einn stofnenda Áttunnar fékk ásakanir frá ákveðnum fjölmiðli, sem hann nefnir ekki á nafn, um lygar og óheiðarleika.

Hér er bréf sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kjölfarið.

Í ljósi særandi umræðu á Twitter langar mig að skrifa hér smá. Ég vil byrja á því að nefna að ég leiði nánast öll neikvæð ummæli um mig og mitt merki hjá mér. Í þetta skiptið hefur þessi neikvæða umræða farið á borð til ákveðins miðils. Sem hafði svo samband við mig. Í þetta skiptið var ekki verið að gera grín af mér eða mínu merki heldur saka okkur um lygar, saka okkur um óheiðarleika. Umræðan snérist um það hvort að við höfðum keypt okkur áhorf á youtube fyrir nýja lagið okkar neinei. Okkur myndi aldrei detta það í hug að kaupa áhorf, kaupa vinsældir. Við þurfum ekkert að sanna það fyrir neinum. En þegar blaðamaður ákveðins miðils biður okkur um að svara einni spurningu um lagið: keyptu þið áhorf á youtube? Þá set ég niður fótinn. Við vorum ekki spurð að undirbúningi lagsins, hver átti hugmyndina? Hvað tók þetta langan tíma? En nei við vorum bara spurð einnar spurningar. Það fór dagur og nótt í að gera þetta lag. Við leggjum okkur öll fram í að gera gott efni fyrir okkar áhorfendur. Hér er ég með eitt stutt dæmi: íþróttamaður vinnur íþróttaafrek og blaðamaður spyr hann einnar spurningar: ertu á sterum? Myndi þetta tíðkast? Fyrir þá sem efast okkur þá leyfi ég myndum með tölfræði á youtube að fylgja með. Hvernig væri það að við myndum aðeins klappa hvort öðru á bakið og hrósa. Horfa í kringum okkur og segja eitthvað jákvætt um náungan.

Neinei er að detta í 200.000 áhorf á youtube, 60.000 views á facebook á innan við tveim vikum. Einnig er það í fyrsta sæti á spotify. Ég þakka YKKUR fyrir að fylgjast með og láta alla þessa vinnu vera þess virði!! Skulum ekki leyfa einhverjum örfáum að spilla gleðinni!

Image may contain: 1 person, text

No automatic alt text available.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing