Ofurmódelið Viki Odintcova vakti heimsathygli nú á dögunum. Hún er 23 ára stúlka frá Rússlandi og starfar sem undirfatamódel. Rússar hafa nú verið þekktir fyrir sína adrenalínfíkn og Viki er engin undantekning.
Ástæðan fyrir því að hún vakti þessa athygli er að hún lét mynda sig í 300 metra hæð. Myndirnar voru teknar í turni í Dubai. Þarna hangir hún og heldur í höndina á öðrum manni sem hún bókstaflega treystir fyrir lífi sínu.
Það er ekki að sjá á henni að hún sé stressuð enda brosir hún bara framn í myndavélina. Hún má líka vera glöð því þetta eru geggjaðar myndir.
Myndband af myndatökunni er hér fyrir neðan.